Örblöð

Hvað er Örblöð?

Örblöð er gagnvirkt vefviðmót, hannað til að útbúa öryggisblöð fyrir efnavöru (MSDS) samkvæmt reglugerðum, á íslensku og án mikillar fyrirhafnar.

Öryggisblöðin eru á HTML formi.

Færslur eru geymdar í (MYSQL) gagnagrunni sem inniheldur allar upplýsingar sem koma fram á blöðunum.

Notandi Örblaða tilheyrir hóp sem er eigandi allra þeirra öryggisblaða sem notendur hópsins stofna.

Notendur hafa möguleika á því að breyta og bæta blöðin hvenær sem er.

Allar færslur og breytingar í blöðunum eru skráðar og geymdar.

CLP

Hættu og varnaðarsetningar samkvæmt CLP reglugerðinni eru byggðar inn í kerfið.

Varnaðarmerki er hægt að velja úr lista á þægilegan hátt.

Tafla 3.1. úr REACH reglugerðinni sem og mengunarmarkaskrá er innbyggð í kerfið, þar er að finna upplýsingar um fjölda skaðlegra efnasambanda. Að útbúa öryggisblað með nákvæmum upplýsingum er því auðvelt og þægilegt.

Endurvinnsla

Oftar en ekki eru leiðbeiningar sem koma fram á blöðunum líkar og jafnvel eins.

Þegar notandi smellir á liði sem hafa þessa eiginleika sækir kerfið setningar úr öðrum blöðum og gefur notandanum færi á að nýta þær.

Birtingar

Hópar geta birt öryggisblöðin hvar sem er á netinu.

Stjórnandi hóps getur sérsniðið lista sem inniheldur öll blöð sem hópurinn á.

Þennan lista getur hópurinn svo birt á vefsíðu sinni.

Þegar viðskiptavinir smella á efni í listanum opnast gluggi með viðkomandi öryggisblaði.