Reglur um öryggisblöð
REACH
Kröfur sem gilda um öryggisblöð koma fram í 31. gr. REACH reglugerðarinnar en leiðbeiningar um samantekt öryggisblaða er að finna í viðauka II í sömu reglugerð.
Reglugerð nr. 1027/2005 sem fjallaði um öryggisblöð er nú brottfallin.
Nokkrar nýjungar eru gerðar á kröfum um öryggisblöð með þessari breytingu og tóku þær gildi í júní 2008 þegar REACH reglugerðin var innleidd á Íslandi með reglugerð nr. 750/2008.
- Öryggisblað skal vera á íslensku og afhent á pappírsformi eða rafrænt, án endurgjalds.
- Afhenda skal öryggisblaðið áður en eða á sama tíma og efnavaran er afhent í fyrsta skipti.
- Ef um endurtekna pöntun er að ræða þarf ekki að afhenda öryggisblað í hvert skipti, nema breyting hafi orðið á því í millitíðinni.
CLP merkingar
Með reglugerð (EB) 1272/2008 (Classification, labelling and packaging, CLP) voru inleidd ný hættu- og varnaðarmerki, sem og hættu- og varnaðarsetningar. Eldri reglugerð 236/1990 (flokkun & merking) er nú brottfallin.
CLP varnaðarmerkin
-
GHS01 -
GHS02 -
GHS03 -
GHS04 -
GHS05 -
GHS06 -
GHS07 -
GHS08 -
GHS09