Örblöð

Upplýsingar

Um höfundinn

Dr. Benedikt Ómarsson lauk B.Sc. prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og Doktorsprófi í Efnafræði árið 2013. Doktorsverkefni Benedikts ber titilinn: Tengjamyndun og umröðun í niðurbrotsferlum sameinda eftir víxlverkun þeirra við lágorkurafeindir. Ritið er hægt að nálgast á: http://hdl.handle.net/1946/17817. Benedikt starfar nú sem nýdoktor og stundakennari við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Saga

Örblöð varð til sem hugmynd eftir að Grócó ehf. leitaði til grunnnema í efnafræði vegna þýðingarvinnu á öryggisblöðum fyrir efnavöru sem samkvæmt reglugerð nr. 1027/2005 þurfa að vera á íslensku. Þessi blöð voru þýdd og afhend á PDF formi síðla árs 2007.
Árið 2008, með reglugerð nr. 750/2008, var REACH reglugerðin innleidd. Að vori 2009 leitaði Grócó ehf. til Benedikts Ómarssonar vegna frekari vinnu við gerð öryggisblaða eftir nýjum stöðlum og reglum. Við tók að Benedikt þróaði og hannaði gagnvirkt vefviðmót þar sem öll öryggisblöð eru geymd í miðlægum gagnagrunni. Fyrsta útgáfa kerfisins kom á netið snemma árs 2011.

Kerfið hefur tekið breytingum og verið þróað í stökkum síðan þá, eingöngu í aukavinnu.

Árið 2013 hóf MEDOR ehf. að nýta sér Örblöð og sinnir kerfið öllum öryggisblöðum fyrirtækisins.

Tengiliður

Benedikt Ómarsson, beno hjá hi.is eða admin hjá oryggisblod.com